27 October 2014

hugleiðingar mínar

Heimurinn hamast yfir stríðsátökum, sveltandi heimi og einhverju.  Við hömumst yfir vopna -gjöfum, -byrgðum og- notkun íslenskrar löggæslu.  Og við sem vitum ekkert, emjum og æpum hæst yfir þessum óhæfu verkum og það helst við eldhúsborðið heima hjá okkur.

Ég sit á kaffi París og drekk kaffi.  Með vandlætingu yfir enn einu kaffi / veitingarhúsi sem er ekki með ætan bita á matseðlinum fyrir harðar grænmetisætur, góni ég út í loftið milli þess sem  ég skrifa hugleiðingar mínar.

BÓKIN á ekki bækurnar sem ég leita að en þéttvaxinn krulli, með ópalpakka, sem hann bauð mér að deila með  sér, kom með tillögu sem ég var tilneydd að þakka með faðmlagi og siguröskri.

Maðurinn er klárlega krúttmoli dagsins að mínu mati....

Ég er ekki kona margra hugsana þar sem ég er sannfærð um að það sé búið að hugsa allt það sem hægt er að hugsa í þessari veröld og því ekki hægt að hugsa neitt sem ekki hefur áður verið upphugsað.  Auk þess elska ég tilhugsunina um að hugmyndin fljóti um í tóminu og komi reglulega sveimandi inn í hugmyndaheim mannanna þar sem sá sem fyrstur er og í bestu hugsanlegu aðstæðunum til að grípa tækifærið og framkvæma hlýtur heiðurinn á blöðum heimssögunnar.

Hugsanirnar sem ég greip í dag voru ekki þess eðlis að ég sjái fram á að leysa lífsgátuna fyrir háttamál en þær voru mínar og ég gældi við þær fram eftir kvöldi eða þar til ég var komin með bók á milli handa minna sem ég keypti í Eymundsson.

Hvar skítur sambýlismaðurinn þegar hann er á hjartastað sínum.....

Veltur hraði tímans á athöfnum hvers og eins og eiga þá þeir sem framkvæma ekkert langa ævi.....

Er betra að hafa ástríðu fyrir vinnunni sinni eða venjubundna samviskusemi.....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún