19 May 2012

skoðunarferð

Ég er ekki ein sú duglegasta í þessum heimi.  Ég kláraði þó af að skila skattskýslunni minni.  Það telst til afreka...

Vinkona mín bað mig að passa börn og bú, sem inniheldur hunda, ketti og kanínu.  Ég er auðvitað best í heimi til að passa það sem í raun getur passað sig sjálft en ég er ekki að átta mig á því hvernig fólk með svona umfangsmikið bú getur hreinlega tórað í þessu lífi án þess að missa sig.   

Dóttir mín þurfti að fara að hlusta á einhvern messa.  Ég græddi félagsskap.....


Minnug þess að smáfólk þarf að hreyfa sig ef vel á að fara, bað ég hana að koma með mér að viðra hundana....


Það væri synd að segja að hún hefði ekki ánægju af að æða í átt að sjóndeildarhringnum....


Ég gerði mistök þegar ég galaði á hana að koma til baka strax á nóinu þegar ég fékk allt í einu hræðslukast um að missa hana í ánna ef hún héldi áfram.  Auðvitað átti ég að leyfa henni að rúlla bara ofan í ánna.  Það var svo sem ekki eins og ég myndi ekki ná að veiða hana uppúr fyrir drukknun... 


Ég endaði svo með að hátta hana úr flestum flíkunum og senda hana út í lífið aftur með ósk um að hún æfði sig í að detta ekki í 'helvítis' ánna...

Ég fór og skoðaði jarðaberjaplönturnar mínar í morgun.  Ég svamlaði líka í Lágafellslauginni fyrir upprisu barnanna sem eru á minni ábyrgð.  Ég verslaði í Krónunni og subway, borðaði á kfc með ættingjum og talaði við strák sem sagði:  ..hæ elskan.. þegar ég svaraði hringingu hans.


Þá er það bara popp og vatn og áhorf á Mary & Max....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún