26 May 2012

lífið er ekki dásamlegt alltaf

..en svona yfirleitt.

Núna velti ég því fyrir mér hvort ég geti tekið riffilinn með í skálavörslu, veiðistöngina og málaratrönur.....

Einhvern veginn tekst mér að hlaða svo upp verkefnum í kringum mig að ég á fullt í fangi með að leysa þau sómasamlega af hendi.   Eða bara leysa þau yfir höfuð.    Einhver sagði að fyrsta skrefið í átt í að leysa svona mikið af verkefnum væri að skrifa þau niður, forgangsraða þeim og byrja.

vinnuskýrsla
prófarkalestur
heimilisþrif
ná í hjólið mitt
ungbarnaprjónaskapur
lopapeysuprjónaskapur
kökubakstur
póstkortaskrif
bókalestur
riffilshreinsun
veiðistangarveiðiferð
stinga upp kartöflugarð og setja niður útsæði
fara í sund
leika mér með eina mynd í photoshop

og halda áfram að elska mig bak og fyrir............


4 comments:

  1. ég er ákaflega hrifin af þessum riffli, Elín. Mig langar alltaf að prófa að skjóta.... bara ekki eitthvað lifandi.

    ReplyDelete
  2. Þú færð að snerta þennan litla riffil minn einhvern daginn Sigurlaug og það ekki áður en langt um líður....

    ReplyDelete
  3. Þú tekur engan riffil með þér í skálvörslu, þú skýtur ekki í matinn handa okkur þar og byssur eru ekki leikföng. Taktu endilega veiðistöng með þér í Múlaskála en bara stöng sem þú getur notað sem göngustaf.
    H

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún