12 May 2012

Hvannadalshnjúkur

Ég eyddi föstudeginum í að puðast upp á hæðstu bunguna á fósturjörðinni minni.....

Það er um það að segja að það hlýtur að vera ómissandi þáttur í lífi  sérhvers manns að gera eitthvað sem honum finnst afrek.   Mitt afrek á þessu ári var að sigrast á 2109,6 metra hárri bungu Íslandsins.  Að verða ekki kalt, að deyja ekki úr hungri og að hrapa ekki ofan í einhverja sprungu þennan dag....

Það er eins og með öll önnur afrek í lífinu.....  maður hefur ekki gert þau einn.   Því vil ég þakka samferðafólki mínu fyrir að vera þarna einhvers staðar í 5-6 metra fjarðlægð við mig í nánast alla þessa fjórtán og hálfan klukkutíma sem gangan tók okkur með halta manninn á niðurleiðinni.  Smára hjá Laugarvatn Advanture fyrir að leiða mig upp og niður.  Vinkonu minni Hafrúni til að neyða mig til að þjálfa mig fyrir þessa göngu.  Gönguglaða hjúkrunarfræðingunum sem kom mér í skilning um að laugardagurinn væri úti, tímanlega til að breyta öllu.  Börnunum mínum öllum fyrir að taka því með stóískri ró að eiga svona órólega mömmu.  Pabba og mömmu fyrir að gefa mér þetta líf.  Og öllum þeim sem á vegi mínum hafa verið á lífsgöngunni og gert mig að því sem ég er.

Svo við gleymum ekki konunni sem vann fyrir mig þrátt fyrir að eiga skemmtileg plön sjálf, deildarstýrunni fyrir að gefa mér frí þrátt fyrir allt og þeim sem lánuðu mér fylgihluti sem björguðu lífi mínu.

jamm.....  mér líður ógeðslega vel á sálinni núna.

Sólgleraugnaleysi olli samt tímabundinni snjóblindu, nestisval olli þrekleysi í vöðvunum og lélegur tæknibúnaður olli fáum minningarbrotum í formi mynda.

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún