14 May 2012

garn, efnisbútar og annað föndurefni

Það voru sett upp langtíma plön um að vinna upp alla ókláraða handavinnu á þessu heimili í dag.

Afkvæmi fjögur hringdi í dag og óskaði mér til hamingju með daginn....
Afkvæmi tvö svaraði með þunnri röddu að það væri of upptekin þennan dag til að ræða við mig þegar ég hringdi....
Afkvæmi eitt sagði: ..ekkert mál elsku mamma.. þegar ég hringdi og bað um að vera keyrð eftir sólgleraugum stax....
það fórst svo alveg fyrir að hringja í Afkvæmi þrjú.....

Ég sjálf mundi eftir að ég ætti móður og hringdi í hana.

Ég grét hálfan daginn í dag en ekki eins sárt og í gær.  Heimurinn allur lagaðist svo þegar ég var búin að setja upp sólgleraugun.  Núna vona ég bara að mér verði batnað á morgun.

Hnjúkurinn, veðrið og félagsskapurinn allur dansar um í minningarbrotum huga míns.


Leiðin á hnjúkinn tók fjórtán klukkutíma sem vöruðu í raun mikið styttra en aðrir fjórtán klukkutímar.  En stundum þurfti að taka tvær mínútur svona rétt til að kasta mæðinni í endalausu brekkunni sem er drjúgan hluta leiðarinnar...


Fyrir framan mig voru tveir einstaklingar fyrir aftan mig fjórir.... 


Svo voru teknar nestispásur sem gáfu færi á að pissa bak við snjóhleðsluvegg.  Ég reyndi að segja þessari að þetta væri ekki alvöru fyrr en búið væri að pissa í línunni en hún neitaði að kaupa það svo ég pissaði bara bak við þessa snjóveggi eins og hinar stelpurnar enda búin að pissa í línu oftar en tvisvar..


Það var kalt þarna uppi á toppnum....


Vinkona mín talaði um hvort ég hefði ekki smellt myndum hægri vinstri til að fanga augnablikið.  Ég svaraði því til að myndir myndu bara valda því að mig langaði þangað aldrei aftur.  Ég verð hins vegar að viðurkenna að kuldi, sjónskerðing og lélegur tækjabúnaður olli því að mig langaði bara ekkert að taka myndir þarna á toppnum.  En ég tók mynd af manningum sem leiddi mig upp (Smára @ Laugarvatn Advanture)  og svo þeirri sem mætti á svæðið af þríteyminu mínu....


Niðurleiðin var einhvern  veginn léttari en ég bjóst við eða ekkert svo sólbráðinn snjór til að sökkva í....


Nánast múgur og margmenni rétt á meðan við fórum upp og niður litlu nibbuna sjálfa sem er eftirsóknaverðasti staður jökulsins, toppur alheims okkar íslendinga.

HVANNADALSHNJÚKURINN rokkar.......

2 comments:

  1. Eins gott að þú tókst þó einhverjar myndir, nema þú hafir fengið þessar allar lánaðar hjá Helmu.
    Svona fyrir forvitnis sakir, hvað er þríteymi.

    H

    PS
    Ég þarf að fá göngubuxurnar mínar fyrir miðvikudagskvöld. Hafðu þær nú tilbúnar og mundu eftir að skila þeim þegar ég færi þér bílinn. (þú veist að ég man ekki eftir að minna þig á að muna það)

    ReplyDelete
  2. Ég tók þessar rúmlega þrjár myndir sem eru hér og kannski eina eða tvær til.....

    Og þetta þríteymi eru við þrjár sem náum að mana hvor aðra upp í Laugavegsgöngu á einum sólahring.... fellaferð í Mosó... o.s.fr.

    Jamm ég skal muna að muna.....

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún