04 May 2012

EViPRG...

... hélt alþjóðlegt málþing í Öskju í dag.

Ég heyrði stelpu segja að ef ég kæmist upp að Steini á einum klukkutíma og tuttugu mínútum þá kæmist ég á Hvannadalshnjúk.....   Ég komst á einum klukkutíma og fimm mínútum í eigin félagsskap og með afkvæmi hugsanna minna flögrandi um í höfði mér.

Ég heyrði líka strák segja að ef ég gæti gengið upp að Steini og niður og svo aftur upp, og niður ef mig langaði heim, þá kæmist ég á Hvannadalshnjúk....   Ég gekk þar af leiðandi tvær ferðir upp að Steini í Esjuhlíðum á fjórum klukkutímum og eitthvað.

Ég heyrði svo GönguglöðuHjúkkuna segja í mín eigin eyru að ef ég kæmist ekki upp á Heklu þá hefði ég ekkert að gera á hjúkinn sjálfan.   Svo að þrátt fyrir að ég hafi verið í vinnu í allan dag og á að vera á morgun og næsta dag líka að vinna allan daginn þá ætla ég að keyra austur þegar vakt lýkur um hálf tólf, skrópa í vinnunni á morgun og vinna svo sunnudaginn eins og lög gera ráð fyrir.

Mér finnst ég samt vera þreklaus og hægfara snigill......

2 comments:

  1. Manstu eftir sögunni um hérann og skjaldbökuna?
    Ef ekki ættirðu kannski að finna hana og lesa.
    AHB

    ReplyDelete
  2. Er ég orðin montin eins og hérinn ?

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún