Ég heyrði stelpu segja að ef ég kæmist upp að Steini á einum klukkutíma og tuttugu mínútum þá kæmist ég á Hvannadalshnjúk..... Ég komst á einum klukkutíma og fimm mínútum í eigin félagsskap og með afkvæmi hugsanna minna flögrandi um í höfði mér.
Ég heyrði líka strák segja að ef ég gæti gengið upp að Steini og niður og svo aftur upp, og niður ef mig langaði heim, þá kæmist ég á Hvannadalshnjúk.... Ég gekk þar af leiðandi tvær ferðir upp að Steini í Esjuhlíðum á fjórum klukkutímum og eitthvað.
Ég heyrði svo GönguglöðuHjúkkuna segja í mín eigin eyru að ef ég kæmist ekki upp á Heklu þá hefði ég ekkert að gera á hjúkinn sjálfan. Svo að þrátt fyrir að ég hafi verið í vinnu í allan dag og á að vera á morgun og næsta dag líka að vinna allan daginn þá ætla ég að keyra austur þegar vakt lýkur um hálf tólf, skrópa í vinnunni á morgun og vinna svo sunnudaginn eins og lög gera ráð fyrir.
Mér finnst ég samt vera þreklaus og hægfara snigill......
Manstu eftir sögunni um hérann og skjaldbökuna?
ReplyDeleteEf ekki ættirðu kannski að finna hana og lesa.
AHB
Er ég orðin montin eins og hérinn ?
ReplyDelete