06 May 2012

daglegt líf

Ég lifi lífinu yfirleitt lifandi þótt ég dvelji langtíðum við drauma mína....  Samt var mér sagt einhvern tíma að sköpun lífs míns hæfist með draumi minum.

Galapínið er búið að veltast um í návist minni töluvert..  Ef veðrið er þokkalegt næ ég að fá hana til að koma út að leika...



Við erum alveg rosalega góðar saman.....

Ég stökk upp í Esjuhlíðar um daginn til að ná upp þreki fyrir hnjúksferð..


Þegar ég var rétt að klára aðra umferð hringdi síminn minn og mér var boðið í róður... en fyrir róður var mér boðið í mat...

Maðurinn er náttúrulega ómótstæðilegur.


Í millimánaðasundinu hitti ég ManninnMeðFallegaBrosið og hann spurði hvort ég ætlaði ekki að skella mér með í Hekluferð....   ég sagði;  ..nei, ég er að vinna alla helgina.   Í vinnunni röflaði ég svo um hverju ég var að missa af þar til Skreppihjúkkan fékk nóg og gaf mér frí...


Þvílíkar snilldar ferð.....


En núna er komin nýr dagur........

1 comment:

  1. Stundum, en bara stundum öfunda eg þig af allri orkunni sem þu hefur :) Njottu hennar :)

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún