22 March 2012

vinnugleði

Í morgun þegar ég kom út var ég ekki að nenna að setja annan fótinn fram fyrir hinn svo ég stóð bara kyrr á stoppustöðinni þar til leið 17 lét sjá sig....

Vinnudagurinn var svona einn af þessum þar sem ég leit upp um hálf tvö og sagði:  ..fyrirgefðu kæra aðstoðardeildarstýra en ég má bara ekki vera að því að fara heim....  ég bara VERÐ að vera aðeins lengur,  mér þykir það leitt..   Hún sagði ekkert.  Núna vona ég bara að hún borgi mér laun fyrir þessar 90 mínútur sem ég var fram yfir yfirlýstann vinnutíma....

Vinkona mín sótti mig á leið sinni heim úr Háskólanum, gaf mér að borða, kaffi eftir átið og leyfði mér svo að vinna í pappírum hjá sér fram eftir degi.    Við ræddum reikninga, skattskil, viktun og matarátraskanir og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri eitthvað sem við hefðum enn stjórn á fyrst við getum rætt vandamálið af viti áður en við dettum í það.... eða þannig....

Þessi býr heima hjá vinkonu minni.  Ég virðist vera gjörn á að velja mér vinkonur sem hafa einhverja ofurást á köttum heimsins og hleypa þeim gjarnan gjörókunnugum inn á heimili sín þar sem þeir fá fullt leyfi til að hreiðra um sig af eigin geðþótta og löngun.

 Ég man ekki hvað hann heitir en hann virðist ekki geta látið mig í friði.....

2 comments:

  1. Ég sé ekki betur en herra Skófús horfi á þig ástaraugum á þessari mynd

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún