25 March 2012

bull í poka

Ég eyddi deginum í sápukúlublástur, knúsutíma og að fara í félagsskap við eina fjögurra ára í fermingaveislu...

Augnablik dagsins var þegar ég uppgvötaði að ég hefði tínt þessari fjögurra ára í Hagkaup á leið í fermingarveisluna.   Á ákveðnum tímapunkti stóð mér eiginlega ekki á sama.   Hún sagði aftur á móti, eftir að hún var fundin:  ..en þetta var allt í lagi ég var bara hér..  

já...  merkilegt að ég skyldi halda að hún væri annars staðar.

Hin ljúfa helgi er liðin með deildarsamveru, smábarnaspjalli og hugrenningum um lífið.   Vikan framundan er æði spennandi....  Sú Færeyska ætlar að kíkja í kaffi, matarboð er hjá hinum fjögur fræknu, ég ætla að læra um nálgun árasagjarna einstaklinga og kannski, bara kannski ef veður leyfir, fer ég að leika mér með Æ-manninum....   

Svo fæ ég náttúrulega að kenna, vinna á Mínum Vinnustað og huga að tiltekt í hreiðri mínu....

2 comments:

  1. Miklir heimspekingar eruð þið stöllur.

    H

    ReplyDelete
  2. Þetta er bara alveg ágætur ormur.... ég komst meira að segja að því að lífið væri ekkert alveg vonlaust þótt hún grenjaði.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún