14 March 2012

rafretta

spínat
Í gær uppgvötaði ég að ég yrði víst að borða þótt ég væri veik og þar sem ég var nýbúin að vera að ræða það við strák hvað litir í mat skipta miklu máli fyrir heilsuna þorði ég ekki annað en að hafa minn mat litsterkann og það þótt ég sé ekki komin með það á hreint á hvern hátt það skiptir máli...
Nemendur mínir hringja í mig í tuga tali núna og ég urra á þá í símann:  ég nenni ekki að tala við þig næstu tvo daga,  ég er veik..  og svo skelli ég á.   Já, ég er grimmur kennari.  Málið er að einhverra hluta vegna svöruðu þau ekki heimaprófinu rétt.  Og ég sendi þeim póst þess eðlis áður en slökknaði á mér á mánudagskvöldi.

rafrettan
Ég komst fram í stofu í dag...  Þar sem ég mátaði sófann nokkuð stíft fram eftir degi.
Núna get ég hlustað á Tvíhöfða, lesið  tvær bækur Karls Pilkingstons á rafrænu formi og hugsað um nýjasta nýtt í formi síkarettuhækju af þekkingu því ég er búin að snerta eina.
Það er gott að vera upplýstur einstaklingur....  Þetta sem sagt gengur fyrir rafhlöðum og þegar maður sýgur að sér lýsist glóðin framan á upp eins og gerist hjá alvöru síkarettueintaki og svo andar maður frá sér reyk.  Svo rauverulegum reyk að hann liðast enn um loftið í töluverðan tíma eftir útblásturinn.

Spurning um að gefa þeim sem manni þykir vænt um svona grip svona áður en þeir drepa sig á þessari vitleysu....
                                                                                                                                         

2 comments:

  1. Mér finnst hún svoldið áhugaverð þessi rafretta. Ætli hún sé að virka á þann hátt að þjóna tilgangi sínum eða er hún bara smart?

    ReplyDelete
  2. Íris.... þetta er bara smart eins og allt aukadótið sama hvað það er.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún