Annars var lífið þannig að ég kom við í Erninum til að athuga hvort þeir væru nokkuð búnir að taka hjólið sem ég var með í láni í pant þar sem ég var ekki búin að sækja það. (Þeir áskila sér réttindum til að eiga hjól sem ekki eru sótt innan þriggja mánaða úr viðgerð hjá þeim). Strákarnir á staðnum voru fljótir að skella fram þeirri staðreynd að hjólið væri þeirra ef það væri á staðnum og að hjólið væri löngu farið í ruslið eða eitthvað. Eftir að ég var búin að bera mig aumlega og elta einn þeirra á röndum tvær ferðir um svæðið, fann hann hjólið og ákvað að það mætti vera mitt. Ég brá auðvitað báðum höndum utan um hann þar sem hann stóð í sakleysi sínu og faðmaði hann þétt....
Svo núna er stofan mín full af hjóli......
Húseigendur eru fluttir og nýi leigjandinn fluttur inn. Áður en þau fluttu, bankaði gaurinn á hurðina og færði mér lykil af íbúðinni sem tilheyrir mér. Hann stóð lengi og góndi á mig eins og hann hefði aldrei séð konu í náttkjól með kodda í fanginu seinni part dags. Það var ekki laust við að ég finndi fyrir feimni. Svo þegar ég flissaði feimnislega og sagði: .. er allt í lagi?.. hristi hann af sér gónið og sagði: ..já, já ég var bara að spá í því að þetta er síðasti lykillinn sem ég máta og hann passar..
...what ever...
Í gærkvöldi aftur á móti kom gellan niður og rétti mér línbunka um leið og hún sagði: ..gardínur handa þér, allt í stíl..
Ég er ekki frá því að þetta sé svolítið bleikt....
Í gær fór ég í sjóinn, gekk í Esjunni, sveik Toppmanninn um samveru við mig og talaði í símann um Gunnar Nelson, Doug Stanhope og Louis ck's Eddie Megavideo.
Í dag spái ég í því sem ég lærði í vikunni og hvort eitthvað vit sé í því......
Svo er það spurning hvort Smalinn nái í mig eða ekki....
Maður þarf greinilega að eiga allskonar græjur ef maður ætlar að synda í sjónum....
ReplyDeleteja..... sundbolur dugar. En það er svolítið töff að eiga fylgihluti eins og í öllu öðru sporti. Gerir mann svo eitthvað kúl......
ReplyDeleteOg núna áttu bleikar gardínur í stíl við bleiku sokkabuxurnar. Töff.
ReplyDelete