28 September 2025

hafrún hér er ekkert eins, án þín

Ég er komin í skóla.  Og þarf að finna út úr öllu sjálf.


kveðja frá mér ef þú skyldir einhvern tíma rekast á þetta.

20 September 2025

Kannski komið haust..

Þessa daga læri ég um þjónandi forystu, ígrundun, starfsánægju og kenningar um allt milli himins og jarðar.  Jæja eða nánast það...

Það er kalt en fallegt út og ég á eftir að taka upp restina af kartöflunum mínum og svo borða þær líka..
Mikið á mann lagt.

Hugsun:  ..Ég er..

Næring:  ..Sætar kartöflur, já og eitthvað grænmeti..

Hreyfing:  ..standa upp og setjast niður..

Þakklæti:  ..samstarfsfólk mitt á Mínum Vinnustað..

11 September 2025

Grænmetisáskriftin

 Ískápurinn er fullur af góðgæti sem ég gef mér ekki tíma til að elda.  Vatnsmelóna sem ég ætla að breyta í ís.  Rauðrófa sem á að verða að safa og kál sem á að fara í álegg.

Ég lifi í voninni...

Hreyfing:   ..Fram og aftur gangana á minnii deild,  10.000+skref

Næring:  ..Eitthvað frá CuliaCan í boði deildarinnar

Þakklæti:  ..að ég hafi vinnu sem ég hef gaman að

Athafnir:   ..smá samvera með Tónlistarstelpunni í dag

10 September 2025

Andadráttur dagsins...

 Mér finnst ég ekki vera búin að gera neitt undanfarna daga annað en að vinna og læra..  lesa glærur, hlusta á fyrirlestra, glósa úr glærum, reyna að hugsa um hvað ég var að lesa, fara yfir lesefnið og reyna að staula mig fram úr enskunni.

Í þrjár vikur...

Þrjár!

Og þegar upp er staðið er ég rétt búin að lesa örlítið um gildi, fagvitund, siðfræði og þá siðferði minnar stéttar og döff-menningu.

Hreyfing:  Inn og út úr bílnum til að sjá mömmu og til að sjá pabba...

Næring:  epli, banana og perur...

Þakklæti:  Konan sem gaf mér grænkálsstilk... stóran.

Athafnir:  Ég er búin að grenja nánast í allan dag...  ég sé íbúðina þar sem hann bjó, ég hugsa til væntanlegra  jóla og að ég sé ekki að ná í neinn til að fara með mér í barna-afmæli.


Ég þarf að ná jafnvægi milli athafna dagsins...

09 September 2025

Fagvitund mín vex

Margt í lífi mínu á sér stað, afþví bara. Einhver segir: ..eigun við að skella okkur í skóla? Og ég segi: ..já, hvers vegna ekki. Og boltinn byrjar að rúlla. Ég skráði mig með hálfum hug en fékk samt inngöngu. Svo byrjar skólinn með mætingu á Akureyri og ég sit og klóra mér í höfðinu yfir því hvers vegna ég óð út í þetta glapræði en man svo eftir því að ég ætla bara að hafa gaman að með stelpunum sem ég er búin að vera að; vinna með, ferðast með, gráta með og spila við, út í það endalausa. 

.. Heppin ég að einhver vildi taka stúdentspróf á sínum tíma, sjúkraliðanámið og núna Fagnám starfandi sjúkraliða.
Hreyfing dagsins:  Shim Sham í Sveiflustöðinni...

Máltíð dagsins:  Hrátt grænmeti með bakaðri sætri kartöflu...

Athöfn dagsins:  Krossapróf í Siðfræði að mestu...

Það sem ég lærði í dag,  er að ég á að skapa tengsl við sjúklingana, efla þau, viðhalda og nota þau tengs í að uppfræða sjúkling á hans forsendum.
Ég veit líka að Virðing er dygð, reisn gildi og að siðferðivitund mín þarf að eflast...

01 September 2025

Tímastjórnun mín er í ólestri.

Ég er búin að lesa frá mér allt vit en hef litla trú á að ég muni um hvað ég var að lesa á morgun.
En ég heimsótti pabba, fékk göngustafina mína til baka og á sæta kartöflu í ískápnum.