20 September 2014

meditate on your breath of life -tepokinn minn

hreyfing:   ..frá eldhúsborðinu að teikniborðinu mínu..

næring:  ..popp..

löngun:   ..bjór..

framkvæmd:  ..teiknað og málað..

Ég er að lesa Hallgrím Helgason   Konan við 1000°: Herbjörg María Björnsson segir frá.  og ég skemmti mér alveg konunglega.   

..hún veit ekki hvort hún er meira fyrir sníp eða snilla..
..greinilegt að hún hefur ekki látið lofta um lávuna lengi..

Þar sem stefnan er að lesa tvær bækur eftir hvern höfund er ég að velta því fyrir mér hvaða bók eftir hann ég eigi að lesa næst..  

Ég er svo þakklát fyrir öll tækifærin sem lífið hefur rétt mér...


Ég fæ til dæmis að:
..telja inn og út úr strætó núna á allra næstu dögum...
..vinna aukavinnu í nóvember í móttöku...
..æfa mig út í það endalausa að teikna, lita og mála við kjöraðstæður...
..búa með strák sem er endalaust að kenna mér eitthvað...


..vinna í sjálfri mér með aðstoð geggjað-gúrús...


og svo á ég vinkonu sem nennir endalaust að gera mig betri en ég er.....

1 comment:

  1. Verkin þróast og stíllinn verður greinilega persónulegri með æfingunni. Þær þokast frá því að vera sterilar yfir hreyfingu og svipbrigði.
    H

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún