21 September 2014

ég gæti dáið fyrir döðlu núna....

hreyfing;   ..frá stólnum mínum að eldhúsinnréttingunni aftur og aftur í dag..

næring:   ..hafragrautur 3x..

ánægja:   ..hitti 2/3 af barnabörnunum mínum..

afþreying:   ..taka til á tölvunni minni..

smakk;   ..te úr piparkornum og kardimommum..


Ég á það til að telja athafnir dagsins og meta gæði míns eigins lífs á hvað mikið ég kem í verk og hvað eftir mig liggur...

Svo það má teljast kraftaverk að ég nái að halda hvíldardaginn heilagann....

Á mánudagskvöld ætla ég að sita í píkutorfu og anda inn og út í stóískri ró og finna hvað hjartað segir mér...

Á þriðjudagskvöld ætla ég að elska eitt barnabarnið og leyfa því að hrjóta upp í eyrað á mér...

Á miðvikudagskvöldum geng ég með ókunnugu fólki og svo  hitti ég vinkonu mína á kaffihúsi og vinn í því að finnast það allt í lagi að sita með teikniblokk, pennaveski, tebolla og teikna fyrir framan ókunnugt sem kunnugt fólk...


Á fimmtudagkvöld ætla ég að hitt konu sem ég er búin að vera að teikna fyrir...

Á föstudagskvöld brölti ég upp í Esjuhlíðar ef veður verður skaplegt...

Allan laugardaginn geng ég á milli málningarborðsins míns og eldhúsborðsins þar sem ég mála, teikna, lita, horfi á myndbönd um listasmíð og fletti bókum um viðfangsefnið...

Sunnudaginn nota ég svo til helgihalds sálu minnar til heilla...

..ég lifi góðu lífi..

Úti er grenjandi rigning og vindurinn rífur í.   Miðju barnabarnið er sjö ára í dag.  Pabbi er við það að fljúga út til London.  Mamma er að ná sér eftir síðustu flensu.  Og sambýlismaðurinn er í fullum blóma úti í móa.

Embla Sól skreytti daginn minn með veru sinni í mínu nærumhverfi....



Afmælissprengja dagsins....

..Megi þið öll lifa vel..


Laugardagsæfingin...


No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún