20 May 2013

kannski ég labbi bara um með lokuð augun....

....til vonar og vara til að hlífa börnum og barnabörnum við ömurlegu lífi

En í alvöru talað.  Ég gæti aldrei beygt mig fyrir þessu.   Þá væri betra að vera bogin og brotin og þaðan af verra þótt sárt sé að segja.

Kayakinn minn er kominn á borðið.  Nú er bara að finna peninga fyrir honum.  Ég fann mann sem vil losna við kayak, ár, neyðarpoka, galla, toppgrind og festingar fyrir kayakinn og nokkra vatnshelda poka.  

En mig vantar ennþá björgunarvesti...


lestur vikunna:  ..Bone, teiknimyndasería í níu bindum..

menningartilburðir vikunnar:   ..eruvision áhorf í gæsa-partýi..

samfélagshjálparstarf vikunnar:  ..passa 3 ketti, 2 krakka og 1 hund..


Ég er á leið í Jökulsárlón í vikunni til að sigla um lónið og borða fiskisúpu.  Það er einnig samfélagslegt hjálparstarf.  Kannski gefst tækifæri til að hlaupa upp að einhverjum foss, hlæja á bóndarbæ eða eta humar  á Humarhúsinu á leiðinni heim.

Hver veit...

Mig vantar:  hraða- og kílómetramæli á hjólið,  böglaberara, hnakka töskur, gelpúða, hjólabuxur, bjöllu, lukt að aftan og framan og neyðarviðgerðabúnað. 

Ég ætla nefnilega í stóra hjólaferð í sumar....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún