27 May 2012

heilabæting

...núna les ég Memo, Notaðu Höfuðið Betur og brain rules til að reyna að ná upp nýtilegum heila.   Við fyrstu hraðskoðun gengur þetta út á að hreyfa sig reglulega, gera heildamyndina skýrari með hugsanastormun á blaði og endurtekningar.

heilinn viktar víst 2% af líkamsþyngd minni en eyðir 20% af orkunni svo það er vænlegast til vinnings að hreyfa sig hraustlega svo heilinn fái hratt súrefni til að vinna orkun án þess að líkaminn safni fitu úr úrgangsefnum.

Bifreiðaskoðunarframhaldsskólakennaraleigubílstjórinn kom hér og færði mér tvo eldhússtóla.  Svo að núna get ég sitið inni í eldhúsi og borðað, skrifað á blað og hangið með hendur undir kinn.  

Ég er að hugsa um að leggja rækt við skotfimi samhliða öðrum áhugamálum.  Ég veit að ég má ekki ferðast með vopnið nema hulið svo núna er ég að velta því fyrir mér hvot ég megi ferðast um í strætó með hulið vopn... til að komast á milli heimilis og æfingarsvæðisins.   

Það er alltaf eitthvað sem maður er að velta fyrir sér..........

hreyfing:   gekk niður Laugaveginn
næring:   pasta með tófú, lauk og spínati 

saga dagsins er um drenginn sem stakk höfðinu á milli rimla girðingar og sat þar fastur....
afrek dagsins eru enginn....
upplifun dagsins var athygli fólksins sem virkilega tók eftir peysunni....
loforð dagsins fjallar um hvar ég ætla að halla höfði mínu í vetur....
væntingar dagsins snéru um gló eða annan sambærilegan stað en það var allt lokað.....
vonbrigði dagsins voru þegar ég uppgvötaði að dagur var að kvöldi kominn og ég var ekki búin að gera neitt gáfulegt....

megi ég lengi lifa og súkkulaðið í mínum ísskáp vera lengi til....

No comments:

Post a Comment

þú mátt tala hafrún