07 March 2012

tilraun til tjáningar


ég leitaði og leitaði en fann ekki orð dagsins míns......   

það sem ég fann snérist um:
- að varðveita minninguna því athöfnin sjálf gerist aldrei aftur,  
- að  hlustaðu á sjálfa þig, lestu á milli línanna og horfðu lengi og vel á það sem fyrir augu ber.....   
- að áfengi hefur áhrif á taugarnar til langframa

og

- að ósýnilegu börnin hafa áhrif á börnin okkar

Líklega verð ég mjög gömul, mjög leiðinleg og mjög löt.   En bara ef ég legg mig fram við það.....

6 comments:

  1. Ég fann orð vikunnar í gær, „sannsögur“ notað yfir sannar skáldsögur. Og í sama dæmi var talað um sannleiksgerð og sannleiksleit lygisagnanna.
    Ertu alveg viss um að ósýnileg börn hafi áhrif á börnin okkar, ekki öfugt?
    Kannski er þetta gagnvirk mótun.

    Hafrún

    ReplyDelete
  2. Þetta Kony dæmi er alveg að fara með börnin.... en sögulega skáldsagan hvarf hún út í buskan ???' Var það ekki skáldsagan sem byggð var á sönnum atburðum og því pínulítið um sannleika í lygasögunni....

    ReplyDelete
  3. „Sannsögu“ orðið var í þessu tilfelli notað um miðaldasögur og þá áráttu að vilja greina þær í strimla eftir raunveruleikanum í staðin fyrir að skyggnast undir yfirborðið og lesa þær út frá þeirra eigin samtíma þegar þær sögðu allar sannleika.
    Boðskaður sögur er sannleikur hennar ekki satt?
    Sögulegar skáldsögur, sagnfræðirit, rómönsur, riddarasögur, helgisögur, píslarsögur og skáldsögur allt er þetta meira og minna uppdiktað og tilbúið en allt er þetta lika allt meira og minna raunverulegt. Höfundur skáldsögu raðar saman vitneskju og þekkingu sem hann geymir í minninu og raðar því í sögu. Er þá ekki vitneskjan og þekkingin sönn, sannleikur?
    Svo er hér einhver miður sannleikselskandi höfundur að tjá sig.
    http://journal.neilgaiman.com/ ♥
    H

    ReplyDelete
  4. PS
    Þú verður að útskýra þetta Kony dæmi, ég kannast bara við ósýnilegu börnin sem mitt barn kenndi að óþægðast

    H
    2. ps
    Ég á rauðvín! Viltu alkóhól?

    ReplyDelete
  5. hmm.... auðvitað vil ég alkóhól. En ég átti annað plan.....

    ReplyDelete
  6. Ojæja, þá fæ ég bara meira ;)
    Þú færð forgangsrétt að leyfunum ef þær verða einhverjar.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún