Sumt skil ég verr en annað. Sumt á ég líka verr með að sætta mig við en annað.
Miðað við að ég er einstaklingur sem stingur sig á nál, verður að eyða sex mánuðum í 'óvissu' um afdrif málsins og sættir sig fullkomlega við að takast þá bara á við það, þegar eða ef þar að kemur, án kvíða, stress eða hræðslu við komandi tíma, þá er ég ekki alveg að skilja, afhverju þetta sáttleysi liggur í minni sál.
Ég vil hærri laun....
Einu sinni var strákur. Strákur með tagl.... svo var allt í einu enginn strákur með tagl. Það var líka einu sinni strákur í bleikum slopp.... svo, allt í einu var enginn strákur í bleikum slopp. Bara allt fullt af stelpum í bleikum sloppum... Það var líka einu sinni strákur sem fór í sjóinn... en svo var bara allt í einu kalt og enginn strákur sem fór í sjóinn. Eða alla vega ekki strákurinn sem var vanur að fara í sjóinn þaðan sem þessi strákur fór í sjóinn.
Væntanlegur laugardagur verður væntanlega snilldar laugardagur ef við stelpurnar stöndum við það að fara að synda á Laugavatni, borða saman, spá í spil og fara í bíó....
Ég keyrði í Borgarfjörð til að kenna fólki sem kann, eitthvað sem ég kann varla.
Næst ætla ég að taka með mér sundföt og skella mér í sundlaugina á þessum ókunnuga stað innan um ókunnugt fólk.
Ég held það sé tímabært að setja sér það markmið að fara ofan í hverja einustu sundlaug, pott eða náttúrulaug Íslands.....
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Úbbs, ég hélt að þú værir löngu búin að því. Sundlaugast, pottast og laugast sko.
ReplyDeleteEn þegar það er búið er spurning um að safna fjörðum. Fara í sund í hverjum einasta firði á landinu. Og svo víkur og vogar, þetta eru endalausir möguleikar og ég vil fá að taka heimildarmyndir ;)
Góða skemmtun á laugardaginn.
Mér finnst þetta gott plan. Sakna almenninlegra sundlauga.
ReplyDelete