18 March 2012

markmiðasetningar

Þetta er einn af þessu mögnuðu dögum sem hefði getað farið öðruvísi....    

Ég vaknaði í morgun eins og marga aðra morgna.  Einhvern veginn full af trega yfir því sem ekki er og ætlaði varla að ná mér upp af koddanum vegna fullvissu minnar um að ég er veik.
Hóstinn snarkaði í berkjunum, skrifborðið er að verða ævintýralega tómt og óhreinaþvottahrúgaheimilisins í sögulegu lágmarki þegar hafrún mætti á svæðið.
Hún fór að telja peningana mína, ég að montast yfir nýju myndavélinni minni og úti sótti veturinn í sig veðrið eða eitthvað. Við alla vega fórum, eins og til stóð, á Borgarbókasafnið þegar við vorum tilbúnar.

Stutta útgáfan er að Njóla hitti okkur í Hafnarhúsinu þar sem ég borðaði bragðsterka súpu kokksins og hún tók að sér að vera leiðbeinandi minn....   snilld.   Ég ákvað daglegarathafnir aprílmánuðar, íslenskan var aðeins spekúleruð og framvegis kem ég til með að horfa á andur á tjörninni,  ég er samt ekki alveg búin að átta mig á þessari beygingarvisku, við skoðuðum Gróttuvitann og ég er sko alveg við það að læra að anda inn um nefið og út um munninn.

Hafmeyjan hringdi svo og lét mig vita að ég væri að fara á Gyðjunámskeið í haust. Það er klárlega að gera sig fyrir mig því ég finn sterkt fyrir gyðjuna sem berst um innan í mér og vil fá að koma upp á yfirborðið.

Annars er það rauðrófupottréttur, engiferrót í heitu vatni og dvd í kvöld.........

1 comment:

  1. Andir í fleirtölu og beygist andir, andir öndum anda. (held ég )
    Það er gott að eiga peninga fyrir bjór á Strikinu.

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún