14 August 2013

Pabbi sagði að ég væri eins og lessa á sjötugsaldri....

Ég sagði:  ..og?..

Og ég meinti það.   Svo vaknaði einhver jafnræðisvitund upp í mér og ég fór að velta því fyrir mér hvort það fælust ekki einhverjir fordómar í þessum orðum hans.  Eins og hvort það væri eitthvað athugavert  við það að vera á sjötugsaldri eða þá að vera lessa.  Svo komst ég bara að þeirri niðurstöðu að hann væri að reyna að segja mér að honum fyndist ég ljót þar sem ég held eindregið að hann hafi ekki verið að bera á borð hrifningu sína á lessum né sjötugum konum.  Kannski einföldun á hugrenningum mínum en ég er fullkomlega sátt við útlit mitt, útlit sjötugra kvenna sem ég held að sé jafn breytilegt og útlit tvítugra kvenna og útlit kvenna sem kalla megi lessur sem ég er alls ekki viss um að sé neitt annað en útlit kvenna sem telja sig til gagnkynhneigðra hópsins.

En svo leið tíminn og konur dáðust að útliti mínu, strákarnir í vinnunni brostu í átt til mín og almenningur svona almennt (fólk í strætó og á förnum vegi) horfði stíft á mig.  Um mig fór að læðast grunur um að þetta fræ sem hann sáði í vitund minni væri kannski á sönnum grunni byggt.   Að útlit mitt væri alveg æpandi endurskinsmerki sem segði almenningi að ég væri gömul og að ég væri lessa.  Ég var eiginlega orðin skelfingulostin um að eina athyglin sem ég fengi í framtíðinni væri frá konum og að strákar myndu ganga framhjá mér án þess að taka eftir mér.  Og ég sem er sambandslaus....

Þá stoppaði mig maður til að segja mér að útlit mitt væri flott.....


Svo ég ætla að leyfa mér að halda áfram að vera ánægð með mig.....

Svo núna eru það bara fleirri lokkar með tilheyrandi götum og tattú á dagskrá.

1 comment:

  1. Æ, þetta googledót eyddi athugasemdinni minni (ég gerði það ekki!) og ég nenni ekki að rifja upp allar gáfulegu setningarnar mínar um útlit lesbía og fordóma föður þíns.
    H

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún