24 August 2013

ég ætlaði að synda til Viðeyjar..

..svo hafði ég engan til að synda með, var að passa börn og er ekki í þjálfun.

Aumingja ég.  Ég fór ekki vegna þess að eitthvað fyrir utan mig og mína ákvörðun kom í veg fyrir að ég gæti það.   Það firrir mig náttúrulega alveg frá því að þið hugsið að ég sé löt, geti það ekki eða sé svo menningarlega bæld að ég taki ekki þátt í samfélagsviðburðum.  Sem væri alveg hrikalegt fyrir þá mynd af mér sem ég vil að þið hafið trú á. 

Alveg fyrsta flokks afsökun fyrir að framkvæma ekki.  

Hér baka tveir tíu ára muffins.  Ég keyrði 14 ára til vinkonu en þær eru að fara að leika sér á menningarhátíð. Sex ára hamast við að hafa stjórn á köttum og hundum.  Kettir og hundar hamast við að komast undan þeirri sex ára og heimta athygli mína í formi næringar eða hreyfingar.   Sjálf er ég að hamast við að reyna að njóta helgarfrísins.

Mig langar í súkkulaðiköku......

2 comments:

  1. Afsakanir, afsakanir, afsakanir. Í fyrra varstu í Loðmundarfirði og gast ekki synt og í ár fékkstu Loðmundarfrí en syntir samt ekki.
    Ég var að spá í að færa þér jarðarberjaplöntubörn, heldurðu að þú getir passað þau í garðinum okkar í Smálöndunum?
    Hafrún

    ReplyDelete
  2. jamm.... like ! like ! like !

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún