Smalinn er ónýtur. Hann hringdi vælandi í mig til að segja mér það. Sem þýðir það að hann kemur til með að horfa á rassinn á mér í fyrirhugaðri ferð okkar á Hvannadalsnjúk eftir tólf daga.
Kona frænda míns segir að ég megi ekki fara á hnjúkinn nema ég nái upp að Steini á einum og tuttugu mínútum. Ég er ferlega fegin að hún hafi sagt þetta því ég var alltaf að rembast við að ná þangað upp á 50 mínútum án árangurs svo nú get ég farið að slaka á og njóta göngunnar.
Ég á hvítvínsflösku og bjórdós í ísskápnum.
Ekki að það skipti máli í lífi mínu ákúrat núna en það er alltaf gott að vita hvað maður á. Ég á reyndar líka frosin vínber, tvö páskaegg og tahini í krukku.
Stelpurnar sem ég var að leika við um helgina spáðu fyrir mér í bolla. Samkvæmt því sem þær lásu úr bollanum elska ég einhvern sem elskar mig ekki neitt og það er ekkert sem ég get gert við því. Eina sem ráðlagt er í því samhengi er að setjast á þúfu og bíða eftir að ástin fjúki út í vindinn.
Ég tók peysu Æ-mannsins með mér í sumarbústaðaferðina staðráðin í að takast á við aðskilnaðarkvíða minn og vinna að því að klára sjálfa peysuna. Með peysuna í fanginu alla helgina að sauma, rekja upp, sauma og rekja meira upp áttaði ég mig á því að ég er bara alveg tilbúin til að klára hana. Núna skoða ég blöð og velti fyrir mér í huganum hvernig best sé að haga prjónaskpnum á hettunnni svo að vel fari.
Svo finn ég bara eitthvað nýtt til að prjóna á Æ-manninn til að geta átt samskipti við hann áfram...........
No comments:
Post a Comment
þú mátt tala hafrún