Ég er náttúrulega búin að jafna mig eftir áfallið og er farin að safna saman brotunum af molnuðu sjálfsáliti. Svo er bara að byggja upp nógu mikið sjálfstraust aftur til að geta horft framan í heiminn sem einstaklingurinn sem allir elska..
Ég fór í teikningu áðan og sat þar að rembast við að koma einhverjum línum á blað án árangurs. Það verður að segjast að ég verð víst seint teiknari Íslands...
hreyfing: ganga heim úr vinnu (35 mín) og í og úr teikningu...
næring: hafragrautur með banana, hafragrautur með hnetusmjöri, hafragrautur með berjum og ein appelsína og eitt avakadó...
Ég hætti að borða kjöt, fisk, mjólk og egg í desember og var svo ánægð með það að ég stefni að því að sleppa þessum fæðutegundum í lífi mínu árið 2012
Ég hætti að drekka gos í febrúar og er svo ánægð með það að ég er að hugsa um að sleppa allri gosdrykkju í lífi mínu árið 2012
Mín næsta klikkun er ekki alveg komin á hreint...... en það er margt sem mér dettur til hugar að gæti verið skemmtilegt.
Síminn hringdi í mig í dag á meðan ég var að leiðbeina á snertinámskeiðinu og ég svaraði. Það var landsbyggðin að óska eftir því að ég kæmi og leiðbeindi í 12 kennslustundir og áður en ég vissi af var ég búin að segja: ..já.. svo mundi ég að ég á engan bíl.
og svo.... og svo.... og svo datt hugmyndin inn í kollinn á henni og hún varð sátt en það varði ekki lengi því líf hennar er bara einu sinni svo að hún getur aldrei unað lengi við lítið
þú ert eftirsótt kona :) Hlakka til að heyra um næstu klikkun
ReplyDeleteÆtlarðu að verða véfrétt þegar þú verurð stór?
ReplyDeleteMér sýnist þú vera farin að tala í þeim stíl. Og hvaða niðurrif er þetta með teiknimálin.
Hafrún
ég hafði bara svo háar væntingar um ágæti mitt....
ReplyDeleteÉg er enn fullviss um ágæti þitt en reyni að muna að „að enginn verður óbarinn biskup“.
ReplyDeleteHafrún