25 January 2012

öfugsnúið

Ef æðruleysisbænin á einhvern tíma við þá á hún það núna.

Einhvern veginn virðist það sem snýr upp, snúa niður og það sem snýr niður, upp.  Alla vega finnst mér eins og ég viti ekki í hvorn fótinn ég eigi að stíga næst.

Ég er að fara að flytja mig um rass.   Ég ætla að færa minn ilhýra botn um setu.   Þessir þjórhnappar hafa nú hvílt sig um sinn í Mosfellsbæ en koma til með að hvíla í hverfi 108 um ókomna framtíð.

Málið er samt að ég nenni ekki að flytja.   Æ-maðurinn vill alveg hjálpa mér en hann er samt svo óheppinn að vera upptekinn á laugardag.   Sama er að segja um Svíann sem vinnur með mér.  Smalann, Manninn með fallega brosið og bara flesta fagurlega lagaða menn sem ég þekki.

Það er víst eins gott að ég á vinkonur, börn og er anskoti sterk svona sjálf.....

1 comment:

  1. Þú átt blað og liti, farðu nú og teiknaðu fótaförin þín á blað svo þú vitir í hvorn fótinn þú átt að stíga næst.
    Hugarkort eru þarfaþing þegar þarf að skipuleggja sig.
    HB

    ReplyDelete

þú mátt tala hafrún